Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 18:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Carragher telur að dagar Mustafi í úrvalsdeildinni séu taldir
Mustafi er harðlega gagnrýndur.
Mustafi er harðlega gagnrýndur.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Shkodran Mustafi lék í vörn Arsenal í gær í 5-5 jafntefli við Liverpool á Anfield í enska deildabikarnum, leikurinn fór beint í vítaspyrnukeppni þar sem Liverpool hafði betur.

Mustafi hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöður sínar það sem af er ári, Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool tjáði sig um Mustafi eftir að Arsenal féll úr leik í deildabikarnum í gær.

„Ég held að dagar hans í úrvalsdeildinni séu taldir. Hann er einn af þessum varnarmönnum sem eru alltaf að gera mistök, það er líka mjög slæmt fyrir liðsfélaga hans."

„Að spila með einhverjum sem er alltaf að gera mistök hefur áhrif á þá sem spila í kringum hann. Þú getur ekki einbeitt þér að þínu hlutverki vegna þess að þú ert alltaf að hreinsa upp eftir hann," sagði Carragher.

„Ég held að það yrði gott fyrir alla hjá Arsenal ef hann myndi fara," voru lokaorð Carragher um Mustafi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner