Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 08:40
Elvar Geir Magnússon
City vill Sancho til baka - Milan reynir aftur við Lovren
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren.
Dejan Lovren.
Mynd: Getty Images
Mourinho, Sancho, Ibrahimovic, Lovren, Mandzukic, Bale og fleiri í slúðurpakka dagsins sem er nú kominn úr ofninum. BBC tók saman. Góðan lestur.

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United og Chelsea, vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann stefnir á að vinna stóra titla með þriðja úrvalsdeildarfélaginu. (Sky Sports)

Manchester City vill endurheimta Jadon Sancho (19) frá Borussia Dortmund. Sancho var í akademíu City áður en hann fór til Þýskalands. Hann myndi kosta yfir 100 milljónir punda. (Sport Bild)

Bayern München skoðar Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem mögulegan arftaka fyrir Niko Kovac sem er umdeildur í starfi. (Sport1)

Gerard Pique (32), varnarmaður Barcelona, segir að einhverjir af leikmönnum Börsunga hafi verið tilbúnir að breyta launasamningum sínum til að hjálpa félaginu að landa Neymar (27) frá PSG. (AS)

Dennis te Kloese, framkvæmdastjóri LA Galaxy, ætlar að hitta Zlatan Ibrahimovic (38), til að ræða framtíð sænska sóknarmannsins. Félagið vill halda honum. (ESPN)

AC Milan er tilbúið að gera aðra tilraun til að fá Dejan Lovren (30), varnarmann Liverpool og Króatíu. (Tuttosport)

Juventus er tilbúið að selja króatíska sóknarmanninn Mario Mandzukic (33) til Manchester United eða Sevilla í janúar. Ítalíumeistararnir vilja 4,6 milljónir punda fyrir hann.(Calciomercato)

Wolves og Watford munu gera janúartilboð í portúgalska hægri bakvörðinn Aurelio Buta (22) hjá Royal Antwerp. (Mail)

Gareth Bale (30) nýtur enn stuðnings liðsfélaga sinna hjá Real Madrid. (Marca)

Manchester City og Arsenal skoða möguleika á að kaupa hinn spænska Isco (27) frá Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Þýska félagið Schalke vill halda lánsmanninum Jonjoe Kenny (22) frá Everton lengur en út þetta tímabil. Kenny er hægri bakvörður sem er á láni til vors. (Liverpool Echo)

Umboðsmenn nokkurra leikmanna Tottenham eru að skoða hvort skjólstæðingar þeirra ættu að fá borgað aukalega fyrir að koma fram í heimildarmynd frá Amazon um tímabil liðsins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner