fim 31. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Emery ánægður með frammistöðu Özil
Það kom öllum á óvart að Emery skipti Özil af velli
Það kom öllum á óvart að Emery skipti Özil af velli
Mynd: Getty Images
Þýski sóknartengiliðurinn Mesut Özil var mættur aftur í lið Arsenal í gær er liðið tapaði fyrir Liverpool í enska deildabikarnum en staðan var 5-5 eftir venjulegan leiktíma og hafði Liverpol á endanum betur eftir vítaspyrnukeppni.

Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur lítið tjáð sig um ástæðuna fyrir því að Özil hefur ekki verið að spila en hann var mættur á völlinn í gær.

Özil var með bestu mönnum vallarins en var skipt útaf á 65. mínútu fyrir Matteo Guendouzi.

Emery er ánægður með að fá Özil aftur í liðið.

„Mesut Özil er kominn aftur með gæði sín og anda til að hjálpa okkur. Það var alltaf planið að skipta honum af velli og við höfðum rætt það fyrir leikinn," sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner
banner