Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 31. október 2019 08:55
Elvar Geir Magnússon
Enski deildabikarinn: Liverpool á Villa Park - Man Utd gegn Colchester
Drátturinn í 8-liða úrslitin
Manchester City hefur unnið deildabikarinn síðustu tvö tímabil.
Manchester City hefur unnið deildabikarinn síðustu tvö tímabil.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nú í morgunsárið var dregið í 8-liða úrslit Carabao-deildabikarsins enska en áætlað er að leikirnir fari fram um miðjan desember.

Óhætt er að segja að lagt sé upp fyrir gómsæt undanúrslit.

Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum BBC og hjálpaði David James, fyrrum markvörður ÍBV, við að draga.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, talaði reyndar um það í gærkvöldi að liðið gæti dregið sig úr keppni þrátt fyrir sigurinn gegn Arsenal í stórbrotnum kappleik.

Liverpool heimsækir Villa Park ef liðið dregur sig ekki úr keppninni.

Manchester City hefur unnið deildabikarinn síðustu tvö tímabil en liðið heimsækir C-deildarliðið Oxford. Manchester United fær D-deildarliðið Colchester United í heimsókn á Old Trafford.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton leika gegn hinu sjóðheita liði Leicester.

DRÁTTURINN:
Oxford United - Manchester City
Manchester United - Colchester United
Aston Villa - Liverpool
Everton - Leicester
Athugasemdir
banner
banner