Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 31. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Kante að verða klár á nýjan leik
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante, miðjumaður Chelsea, ætti að hefja æfingar á ný á næstu dögum eftir að hafa verið frá keppni undanfarnar vikur. Hinn 28 ára gamli Kante meiddist í upphitun á Laugardalsvelli fyrir leik Íslands og Frakklands 11. október.

Kante verður ekki með gegn Watford um helgina en þar á eftir eru leikir gegn Ajax í Meistaradeildinni og gegn Crystal Palace um aðra helgi.

„Hann mun vonandi koma inn á æfingar á næstu tveimur eða þremur dögum. Vonandi verður hann klár fyrir landsleikjahléið," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir tapið gegn Manchester United í deildabikarnum í gær.

Jorginho og Mateo Kovacic spiluðu á miðjunni hjá Chelsea í gær og Lampard vill fara að gefa þeim hvíld.

„Ég hefði viljað gefa Jorginho og Mateo Kovacic hvíld út af vinnunni sem við erum að leggja á okkur. Ég gat ekki gert það út af því að N'Golo, Ross (Barkley) og Ruben (Loftus-Cheek) eru allir frá keppni," sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner