Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 31. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Vonandi eru meiðsli Keita ekki alvarleg
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til að meiðsli miðjumannsins Naby Keita séu ekki alvarleg.

Keita fór af velli á 55. mínútu í dramatískum sigri á Arsenal í enska deildabikarnum í gær.

Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Keita á síðasta tímabili og fyrr á þessu tímabili var hann frá í nokkrar vikur.

„Ef meiðsli Naby eru ekki alvarleg, sem ég vonast eftir, þá er þetta nánast fullkomið kvöld," sagði Klopp.

„Hann fann smá til. Ég sá hann renna þegar hann tapaði boltanum. Hann haltraði aðeins eftir það. Vonandi er þetta ekki alvarlegt. VIð sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner
banner