Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 31. október 2019 16:00
Magnús Már Einarsson
Marcelo: Ég gat ekki andað fyrir leikinn gegn Liverpool
Marcelo hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum.
Marcelo hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum.
Mynd: Getty Images
„Ég gat ekki andað í búningsklefanum fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool árið 2018," segir Marcelo, vinstri bakvörður Real Madrid, í skemmtilegum pistli hjá The players tribune í dag.

Marcelo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á árunum 2014-2018 en í pistlinum fer hann yfir alla leikina. Mesta spennan var fyrir leikinn gegn Liverpool 2018 þar sem Real vann Meistaradeildina þriðja árið í röð.

„Ég er ekki að tala um stress. Stress er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað öðruvísi. Ég segi þér það, bróðir, mér leið eins og ég væri að kafna."

„Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir úrslitaleikinn. Ég gat ekki borðað. Ég gat ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Þetta var fyndið því konan mín, Clarice, verður svo reið þegar ég naga neglurnar og hún fékk mig til að hætta því fyrir nokkrum árum. Ég vaknaði um morguninn á leikdegi og þá voru allar neglurnar mínar farnar."

„Smá stress er eðlilegt í fótbolta. Mér er sama hver þú ert, ef þú finnur ekki smá stress fyrir úrslitaleik þá ertu ekki eðlileg manneskja. Þú ert bara að reyna að skíta ekki í buxurnar. Það er sannleikurinn, bróðir!"


Smelltu hér til að lesa pistilinn hjá Marcelo í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner