fim 31. október 2019 20:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Meistaradeildin: Berglind skoraði í tapi Breiðabliks gegn PSG
Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði í 3-1 tapi Breiðabliks gegn PSG.
Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði í 3-1 tapi Breiðabliks gegn PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PSG 3-1 Breiðablik (Samanlagt 7-1)
1-0 Jordyn Huitema ('6)
1-1 Berglind Björg Þorvalsdóttir ('45)
2-1 Jordyn Huitema ('78)
3-1 Kadidiatou Diani ('90)

Breiðablik mætti PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Eftir 0-4 tap á Kópavogsvelli í fyrri viðureign liðanna var ljóst að verkefnið yrði erfitt í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Blika þar sem Jordyn Huitema kom heimakonum yfir í upphafi leiks.

Næsta mark leiksins skoraði Breiðablik. Berglind Björg Þorvalsdóttir kom boltanum þá í netið eftir flottan sprett hjá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þannig hélst hún þar til á 78. mínútu en þá skoraði Jordyn Huitema annað markið sitt og annað mark PSG.

Kadidiatou Diani bætti við þriðja marki PSG undir lok leiksins.
PSG sigraði því Breiðablik 3-1, 7-1 samanlagt. Fín frammistaða hjá Breiðabliki gegn ógnarsterku liði PSG en Kópavogsliðið er úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner