Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Montella: Ribery gaf mér góð ráð í stúkunni
Vincenzo Montella
Vincenzo Montella
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella, þjálfari Fiorentina á Ítalíu, segir að Franck Ribery, leikmaður liðsins, hafi gefið honum góð ráð yfir 2-1 sigrinum á Sassuolo í gær.

Montella og Ribery voru báðir í stúkunni á meðan leikurinn fór fram í gær en þeir eru í banni eftir framkomu þeirra í 2-1 tapinu gegn Lazio.

Ribery ýtti þá dómara leiksins á meðan Montella átti í orðaskiptum við dómarana sem varð til þess að hann var settur í bann.

Montella var ánægður með sigurinn í gær og talaði um að Ribery hafi gefið honum góð ráð yfir leiknum.

„Ribery tók þátt og gaf mér góð ráð með skiptingar. Ég mun nota ráðleggingar hans næst!" sagði Montella í gríni.

„Það er mikið stolt í þessum sigri því það er ekki auðvelt að koma til baka og ná í verðskuldaðan sigur. Liðið missti ekki gildi sín og sýndu þroska í frammistöðu sinni með því að svara fyrir það sem gerðist í síðasta leik," sagði Montella í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner