Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. október 2019 19:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pellegrini vonar að Carroll fái góðar móttökur
Andy Carroll snýr aftur á sinn gamla heimavöll um helgina.
Andy Carroll snýr aftur á sinn gamla heimavöll um helgina.
Mynd: Getty Images
West Ham tekur á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, í liði Newcastle er Andy Carroll sem lék með Hömrunum frá árinu 2013 og þar til í sumar.

Andy Carroll hefur undanfarin ár verið að glíma við mikil meiðsli, Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham vonar að Carroll finni sitt gamla form aftur þrátt fyrir að það gæti orðið West Ham að falli þegar liðin mætast í London á laugardaginn.

Pellegrini er viss um að Carroll eigi eftir að fá góðar móttökur á sínum gamla heimavelli.

„Ég hef ekki trú á öðru en stuðningsmennirnir muni taka vel á móti honum. Öllum þeim sem klæðast treyju West Ham er vel fagnað af stuðningsmönnum, Andy Carroll á sömu virðingu skilið núna þrátt fyrir að hann sé ekki lengur leikmaður félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner