Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pique hefur áhuga á að spila á Ólympíuleikunum
Gerard Pique.
Gerard Pique.
Mynd: Getty Images
Gerard Pique varnarmaður Barcelona tilkynnti eftir Heimsmeistaramótið 2018 í Rússlandi að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Það gæti þó breyst því Pique hefur greint frá áhuga sínum á að spila fyrir spænska landsliðið á Ólympíuleikunum í Japan á næsta ári.

Það er aldrei að vita nema þeir Gerard Pique og Sergio Ramos verði í vörn Spánar á Ólympíuleikunum á næsta ári en sá síðarnefndi greindi frá því í viðtali á dögunum að hann myndi ekki geta sagt nei við tækifærinu til að spila fyrir þjóð sína á Ólympíuleikunum.

Hinn 32 ára gamli Pique lék 102 leiki fyrir spænska landsliðið á árunum 2009-2018 og varð á þeim tíma bæði Heimsmeistari og Evrópumeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner