Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ramos skoraði 16. tímabilið í röð - Aðeins tveir náð þeim áfanga
Sergio Ramos fagnar marki sínu gegn Leganes í gær
Sergio Ramos fagnar marki sínu gegn Leganes í gær
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid á Spáni, skoraði í 5-0 sigri liðsins á Leganes í spænsku deildinni í gær en aðeins tveir leikmenn í sögu deildarinnar hafi náð þeim áfanga.

Ramos er 33 ára gamall og gekk til liðs við Real Madrid árið 2005 en hann hefur skorað 86 mörk í 618 leikjum með liðinu.

Hann skoraði þriðja mark Real Madrid gegn Leganes í gær er hann skoraði úr vítaspyrnu.

Þetta var 16. tímabilið í röð sem hann skorar en aðeins hann og Lionel Messi hafa náð þeim áfanga.

Ramos skoraði 3 mörk fyrir Sevilla tímabilið 2004-2005 og er kominn með tvö mörk á þessu tímabili. Eitt í deildinni og eitt í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner