Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 31. október 2019 05:55
Elvar Geir Magnússon
Seinni leikur Blikakvenna í París í kvöld - Óyfirstíganleg hindrun
Leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.
Leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Breiðabliks mætir PSG í kvöld í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.

Liðin mættust á Kópavogsvelli 16. október síðastliðinn þar sem PSG vann 4-0 sigur.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá honum á vef UEFA.

„Við ætlum að spila betur en í dag og leggja allt í þann leik og skilja allt eftir á vellinum í Frakklandi. Leggja allt í þetta og svo koma úrslitin í ljós," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir fyrri leikinn en viðtalið má sjá hér.

Leikurinn fer fram á Stade Jean Bouin leikvangnum sem er við hlið Parc des Princes, heimavallar karlaliðs PSG.

Tveir aðrir leikir eru í keppninni í kvöld. Arsenal tekur á móti Slavia Prag en enska liðið vann fyrri leikinn 5-2. Þá tekur Glasgow City á móti Bröndby en skoska liðið leiðir einvígið 2-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner