Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. október 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Sér framtíðarfyrirliða Man Utd í McTominay
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Wes Brown, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að Scott McTominay sé með það sem þurfi til að taka við fyrirliðabandinu hjá United í framtíðinni.

Brown var fimmtán ár hjá United og vann tvo Meistaradeildartitla með fyrirliðum eins og Roy Keane og Nemanja Vidic.

„Skotinn er líklega eitt fyrsta nafnið á blað sem stendur. Hann var það ekki í upphafi tímabils en er að spila vel og sýna stöðugleika," segir Brown.

„Hann hefur stigið upp og tekið leiðtogahlutverk. Hann er óhræddur, er góður sendingamaður, stór og stæðilegur og góður hlaupari. Hann er búinn að vera besti leikmaður liðsins ásamt Aaron Wan-Bissaka."

„McTominay hefur verið magnaður, hann er ungur og þú getur aðeins séð hann verða betri. Hugarfarið er magnað og hann leggur sig allan fram."
Athugasemdir
banner
banner