Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Þetta var svolítið líkt Cristiano Ronaldo
Marcus Rashford var á eldi í gær
Marcus Rashford var á eldi í gær
Mynd: Getty Images
„Þetta var frekar líkt Cristiano Ronaldo, er það ekki?" sagði Ole Gunnar Solskjær og spurði þegar hann ræddi aukaspyrnumark Marcus Rashford í 2-1 sigrinum á Chelsea í deildabikarnum í gær.

Rashford var maður leiksins í gær en hann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu áður en hann bauð upp á gullfallegt mark á 73. mínútu er hann þrumaði boltanum af 30 metra færi í samskeytin.

„Þessi strákur er með stáltaugar. Það er ekkert mál fyrir hann að taka víti og svo tekur hann aukaspyrnuna og hittir boltann svona og vinnur leikinn. Það er frábært."

„Hann æfir þessar aukaspyrnur mikið. Ég hef alltaf sagt að við ættum að fá Marcus inn í teig til að pota boltanum inn en hann skorar alltaf falleg mörk. Hann æfir mikið og var verðlaunaður í gær."


Rashford steig einnig á punktinn í leiknum en Tim Krul, markvörður Norwich, sá við honum í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi.

„Hann er með frábæran karakter og hugarfarið hans til fyrirmyndar. Ég sagði við hann í gær að ef við myndum fá vítaspyrnu að þá myndi hann taka hana. Ég sagði honum að ákveða hvert hann ætlaði að skjóta áður en hann færi á punktinn og þetta var sætt."


Athugasemdir
banner
banner
banner