Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. október 2019 09:26
Elvar Geir Magnússon
Varði víti á Anfield en ekki í rokinu á Víkingsvellinum
Kelleher ver víti Ceballos.
Kelleher ver víti Ceballos.
Mynd: Getty Images
Caoimhin Kelleher, tvítugur markvörður Liverpool, varði vítaspyrnu Dani Ceballos í flóðljósum fyrir framan troðfullan Anfield leikvang í gærkvöldi.

Varslan gerði það að verkum að Liverpool vann Arsenal í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum deildabikarsins.

Tveimur vikum áður spilaði Kelleher hér á Íslandi, á Víkingsvelli í U21 landsleik sem Ísland vann 1-0 en Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þar sem hann sendi Kelleher í rangt horn.

Það voru allt öðruvísi aðstæður á gervigrasinu í Fossvogi. Áhorfendur voru taldir í tugum og íslenska rokið setti sterkan svip á leikinn.

Unnu heimavinnuna
Á Anfield í gær þurfti Kelleher að sækja boltann fimm sinnum í mark sitt en staðan var 5-5 eftir geggjaðar 90 mínútur. Í vítaspyrnukeppninni fóru leikar 5-4 fyrir Liverpool.

„Það var mikil undirbúningsvinna með markvarðaþjálfaranum og við bjuggum okkur undir vítaspyrnur. Rétt fyrir vítakeppnina ræddum við um hvert vissir leikmenn væru líklegir til að skjóta svo við unnum heimavinnuna okkar," segir Kelleher.

„Þetta var klikkaður leikur. Ég fékk fimm mörk á mig í leiknum og hafði í raun ekki tíma til að blikka augunum. Það voru einhver furðuleg mörk, þetta var skrítið kvöld en gott að lokum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner