fim 31. október 2019 15:24
Magnús Már Einarsson
Vonast til að Grealish verði með gegn Liverpool
Grealish fagnar marki.
Grealish fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, er bjartsýnn á að miðjumaðurinn öflugi Jack Grealish nái leiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Grealish fór meiddur af velli gegn Manchester City um síðustu helgi og sást á hækjum eftir leik. Óttast var að hann yrði frá í nokkrar vikur og hann var ekki með gegn Wolves í deildabikarnum í gærkvöldi. Eftir þann leik kom Smith með betri fréttir.

„Hann er í lagi. Hann er að reyna að verða heill fyrir laugardaginn. Ég hef ekki of miklar áhyggjur þegar þetta eru meiðsli eftir högg. Hann er með smávægis blæðingu inni í kálfanum en hann hefur brugðist vel við meðhöndlun," sagði Smith.

„Hann var hér í kvöld í tísku þröngu gallabuxunum sínum. Þær eru með götum á sem hjálpar örugglega fyrir kálfana þar sem þeir fá ferskt loft," sagði Smith léttur í bragði í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner