Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. október 2020 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Slóvakía: Íslendingaliðin töpuðu - Birkir Valur byrjaði aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: @Brano_Spanka / FK Senica
Birkir Valur Jónsson var í byrjunarliði Spartak Trnava annan leikinn í röð í slóvakísku deildinni.

Birkir Valur spilaði fyrri hálfleikinn í sigri gegn Trencin í síðustu umferð en var skipt af velli í stöðunni 0-0 í leikhlé með gult spjald á bakinu.

Í dag var Birkir Valur aftur í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 72 mínútur leiksins á heimavelli en var skipt út í stöðunni 1-2, skömmu eftir seinna mark gestanna. Bæði mörk gestanna í leiknum skrifast að hluta til á Birki Val.

Birkir á bráðum sinn 22. afmælisdag og hefur verið mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Íslands.

Í fyrra markinu ruddist Abdulrahman Taiwo framfyrir Birki og afgreiddi fyrirgjöf með marki. Í seinna markinu gleymdi Birkir sér í andartak og missti af Taiwo, sem var fyrstur að ná frákastinu og skora eftir laglega markvörslu.

Nói Snæhólm Ólafsson var þá ónotaður varamaður er Senica tapaði fyrir Zilina.

Senica sýndi mikla yfirburði í síðari hálfleik og átti 13 marktilraunir án þess að skora. 8 tilraunir hæfðu rammann.

Trnava er með 16 stig eftir 12 umferðir. Senica er með 11 stig.

Trnava 1 - 2 Michalovce
0-1 Abdulrahman Taiwo ('48)
0-2 Abdulrahman Taiwo ('65)
1-2 J. Vlasko ('92, víti)

Zilina 3 - 1 Senica
1-0 D. Kurminowski ('25)
1-1 K. Vallo ('35, sjálfsmark)
2-1 A. Asanovic ('41, sjálfsmark)
3-1 V. Bichakhchyan ('63, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner