Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti og þjálfari Girona furðuðu sig á dómgæslunni
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var sár og svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Girona á Santiago Bernabeu í gær en það hallaði á dómgæsluna í leiknum að hans sögn.

Girona fékk vítaspyrnu á 80. mínútu er Marco Asensio var dæmdur brotlegur innan teigs. Hann átti að hafa handleikið knöttinn en þegar endursýningar eru skoðaðar virðist þetta vafasamur dómur.

Asensio tók á móti boltanum með bringunni og þaðan virðist hann koma við vinstri hönd leikmannsins. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við VAR en Ancelotti var ósáttur og sömuleiðis Real Madrid sem sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem dómgæslan var gagnrýnd.

„Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að tala mikið um þetta en í dag mun ég gera það. Fyrsta atvikið er frekar augljóst. Þetta er ekki vítaspyrna því hann snerti boltann ekki með hendinni. Ég ræddi við Asensio og hann snerti boltann með bringunni. Það er alveg rétt að hann var með vinstri handlegginn í furðulegri stöðu en hún var samt við líkamann. Það væri vafamál ef hann hefði snert boltann en hann gerði það ekki. Þeir fundu það upp," sagði Ancelotti.

Michel, þjálfari Girona, segir þá að mark Rodrygo hafi átt að standa en hann gerði það undir lok leiks. Markið var dæmt af þar sem Paulo Gazzaniga, markvörður Girona, var með aðra hönd á boltanum.

„Mér fannst markið hjá Rodrygo vera gott og gilt, það er að segja ef við horfum á þetta frá fótboltalegu hliðinni. Reglurnar segja hins vegar að þetta sé brot. Við þurfum að skoða það en fyrir mér er þetta bara fótbolti," sagði Michel
Athugasemdir
banner
banner