Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal bætti eigið met - Þrettán sigrar í röð
Mynd: EPA
Kvennalið Arsenal vann þrettánda leik sinn í röð í WSL-deildinni á Englandi í gær er liðið lagði West Ham að velli, 3-1. Þetta er lengsta sigurhrina í sögu deildarinnar.

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir kom West Ham yfir í leiknum en Arsenal kom til baka og skoraði þrjú mörk. Jordan Nobbs, Stina Blackstenius og Frida Maanum skoruðu mörk Arsenal í leiknum.

Arsenal hefur nú unnið þrettán leiki í röð og er það nýtt met í deildinni.

Liðið átti metið frá 2018 er það vann tólf leiki í röð og í síðustu umferð tókst liðinu að jafna það met með 2-0 sigri á Liverpool.

Metið var síðan bætt gegn West Ham í gær. Arsenal er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir líkt og Manchester United.
Athugasemdir
banner