Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 31. október 2022 10:05
Elvar Geir Magnússon
Blikarnir byrja Bestu deildina ekki í banni þrátt fyrir rauðu spjöldin
Óskar Hrafn fagnar eftir sigurinn gegn Víkingi.
Óskar Hrafn fagnar eftir sigurinn gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lyfti Íslandsmeistaraskildinum eftir sigurinn gegn Víkingi í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardaginn.

Á 74. mínútu leiksins lyfti Erlendur Eiríksson dómari tveimur rauðum spjöldum á loft, fyrst fauk Viktor Örn Margeirsson af velli og síðan var þjálfaranum Óskari Hrafni Þorvaldssyni vísað upp í stúku.

„Ósáttur með þetta rauða spjald á Viktor greinilega, virtist samt ekkert æstur í látbragði, hefur sagt eitthvað ósæmilegt," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá leiknum þegar Óskar fékk rauða spjaldið.

Rauð spjöld í lokaumferðinni þýða leikbann á næsta ári en Viktor og Óskar munu hinsvegar ekki taka út bannið í 1. umferð Bestu deildarinnar.

Meistarakeppni KSÍ, árlegur leikur milli Íslandsmeistarana og bikarmeistarana, telur með í þessu og verða þeir því í banni í leik gegn Víkingi áður en Besta deildin fer af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner