Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. október 2022 09:52
Elvar Geir Magnússon
Freysi reiður yfir hegðun Rösler á hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
Það var mikil dramatík í leik Lyngby og AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær en AGF skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby sem er án sigurs á botni deildarinnar.

Freyr var allt annað en sáttur við hegðun þjálfara AGF, Uwe Rösler, sem er sagður hafa fagnað sigurmarkinu fyrir framan mótherja sína.

„Það væri best ef hann myndi svara fyrir þessa hegðun sjálfur. Ég var sjálfur alinn upp á þann veg að maður þarf að hegða sér á vissan hátt. Það þaf að bera virðingi fyrir öðru fólki," sagði Freyr í viðtali eftir leik.

„Ég er mjög svekktur yfir því hvernig hann hegðaði sér. Hann er góður þjálfari sem hefur afrekað mikið. Það er algjör óþarfi að hegða sér svona."

Freyr vildi þó ekki hafa það eftir sem Rösler sagði.

„Það er meira hvernig hann hegðar sér. Auðvitað fagnar þú þegar þú skorar, en að hlaupa að bekknum hjá andstæðingnum, ég skil ekki þá hegðun."
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner