Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. október 2022 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þriðji sigurinn í röð undir stjórn Thiago Motta
Thiago Motta, sem lék fyrir Barcelona, Inter og PSG á ferlinum, hefur áður þjálfað Genoa og Spezia.
Thiago Motta, sem lék fyrir Barcelona, Inter og PSG á ferlinum, hefur áður þjálfað Genoa og Spezia.
Mynd: EPA

Monza 1 - 2 Bologna
1-0 Andrea Petagna ('57, víti)
1-1 Lewis Ferguson ('60)
1-2 Riccardo Orsolini ('73)


Monza tók á móti Bologna í neðri hluta ítölsku deildarinnar og var staðan markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Andrea Petagna kom nýliðunum yfir með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en hinn skoski Lewis Ferguson jafnaði skömmu síðar.

Riccardo Orsolini, kantmaður sem kom inn af bekknum í síðari hálfleik, kom Bologna svo yfir á 73. mínútu eftir undirbúning frá Joshua Zirkzee.

Monza tók stjórn á leiknum eftir að hafa lent undir en átti í miklum erfiðleikum gegn sterkum gestum og tókst ekki að gera jöfnunarmark. Dýrmæt stig fyrir Bologna og þriðji sigur liðsins í röð í öllum keppnum undir stjórn Thiago Motta.

Bologna er núna með 13 stig eftir 12 umferðir á meðan Monza er með 10 stig.


Athugasemdir
banner
banner