Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. október 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nelson greip tækifærið - „Hefur þroskast mikið og virðir allar ákvarðanir"
Reiss Nelson
Reiss Nelson
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Reiss Nelson var besti maður Arsenal í 5-0 sigrinum á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær og sá til þess að liðið væri áfram á toppnum eftir umferðina.

Nelson er 22 ára gamall og uppalinn í Arsenal en átt erfitt með að brjóta sér leið inn í liðið.

Hann hefur tvisvar farið á lán frá félaginu. Fyrst fór hann til Hoffenheim árið 2018 og spilaði þar glimrandi vel og þá lék hann með Feyenoord á síðasta ári er liðið fór alla leið í úrslit Sambandsdeildar Evrópu.

Nelson fékk tækifærið gegn Forest í gær er Bukayo Saka meiddist á 27. mínútu og nýtti Englendingurinn tækifærið vel með því að skora eitt og leggja upp tvö í sigrinum.

Mikel Arteta var ánægður fyrir hönd Nelson og segir þetta fyllilega verðskuldað.

„Ég, liðsfélagarnir og þjálfaraliðið erum svo ánægðir fyrir hans hönd því þetta er strákur sem hefur breyst mikið. Hann er að þróa leik sinn og hefur þroskast. Á hverjum einasta degi sýnir hann mér hvað hann vill þetta mikið og í gær fékk hann tækifærið og gerði ótrúlega vel því hann hjálpaði okkur að vinna leikinn."

„Það er bara hvað hann hefur þroskast mikið og bara hvað hann er einbeittur í þessari grein. Líka hvernig hann talar, ber sig, virðir ákvarðanir og berst við alla á hverjum einasta degi. Þetta er yndislegur strákur,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner