Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. október 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Pogba má ekki æfa í tíu daga - Missir hann af HM?
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba má ekki æfa næstu tíu daga eftir að hann meiddist aftan í læri og er mikil óvissa með þátttöku hans á HM í Katar í næsta mánuði.

Pogba hefur ekkert spilað síðan hann gekk í raðir Juventus í sumar á frjálsri sölu frá Manchester United.

Frakkinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné en hann fór í aðgerð í síðasta mánuði.

Hann snéri aftur til æfinga hjá Juventus fyrir um tveimur vikum en nú er komið bakslag.

Pogba má ekki æfa næstu tíu daga vegna álagsmeiðsla aftan í læri og setur þetta HM í hættu fyrir leikmanninn sem reynir sitt besta til að ná mótinu.

HM hefst eftir rúmar tvær vikur en Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, á enn eftir að gera upp hug sinn hvort varðandi Pogba og ekki bætir þetta stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner