Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 31. október 2022 00:15
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan kallar sig Guð - „Hjálpar ekki að vera með Mbappe, Messi og Neymar"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ákvað að minna aðeins á sig í viðtali við Canal+, en hann segir frönsku deildina hafa hrapað síðan hann fór frá Paris Saint-Germain.

Zlatan, sem er 41 árs, skoraði 156 mörk í 180 leikjum með PSG frá 2012 til 2016.

Hann er þriðji markahæsti leikmaður félagsins í sögunni á eftir Edinson Cavani og Kylian Mbappe en hann segir gæðin í frönsku deildina lítil sem engin eftir að hann yfirgaf Frakkland.

„Það hefur allt farið niður á við eftir að ég yfirgaf Frakkland og ekkert sem hægt er að tala um lengur í landinu," sagði Zlatan í viðtali við Canal+.

„Frakkland þarfnast mín en ég þarfnast ekki Frakklands. Þó þið séuð með Mbappe, Neymar og Messi, þá hjálpar það ekkert því þið eruð ekki með Guð," sagði Zlatan í lokin.

Zlatan verður alltaf Zlatan. Sérstök ummæli engu að síður þar sem þríeykið er að valta yfir deildina á þessu tímabili. Messi og Neymar hafa báðir komið að 25 mörkum á meðan Mbappe hefur komið að 21 marki á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner