banner
   sun 31. desember 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Atvik ársins 2017
Sigurinn í Tyrklandi var magnaður.
Sigurinn í Tyrklandi var magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var flugeldasýning á Laugardalsvelli eftir að HM sætið var í höfn.
Það var flugeldasýning á Laugardalsvelli eftir að HM sætið var í höfn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fótboltaárinu árið 2017. fer nú senn að ljúka og af því tilefni fékk Fótbolti.net nokkra álitsgjafa til að gera upp árið. Álitsgjöfunum er skipt upp í flokka og hér að neðan má sjá val á atviki ársins 2017.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals

Innlent: Fyrir mig var eftirminnilegasta atvikið þegar við Valsmenn tryggðum okkur Íslandsmeistara titilinn og lyftum svo bikarnum. Geggjuð stund sem mun seinst gleymast.

Erlent: 0-3 sigur Íslands á móti Tyrkjum, mögnuð frammistaða hjá liðinu og HM sætið nánast tryggt. Þremur dögum seinna tryggðu þeir sér farseðilinn til Rússlands, magnað afrek.

Sigurður Sveinn Þórðarson, liðsstjóri landsliðsins

Innlent: Mánudagurinn 9. október er eina dagsetningin sem kemur upp í hugann. Að sjálfsögðu fór þann dag fram leikur Íslands og Kósóvó, þar sem stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar var unnið þegar Ísland tryggði sig inn á HM í Rússlandi, sem mun sennilega gera árið 2018 það mest spennandi í sögu okkar.

Erlent: Ég ætla að halda mig við landsliðin okkar og þá koma tvö atvik upp í hugann. Í fyrsta lagi stórkostlegur sigur kvennalandsliðsins á Þýskalandi, þar sem Freyr og stelpurnar svöruðu gagnrýnisröddum eftir Evrópumótið eins og sannir sigurvegarar og söltuðu þær þýsku. Svo er ekki hægt að sleppa að nefna sigur karlaliðsins á Tyrkjum úti í Tyrklandi, en þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina voru flestir langhræddastir við þennan leik. Fyrirfram var búið að vara við því að þetta væri einn háværasti völlur í heimi en eftir 50 mínútur sló þögn á þá tyrknesku þegar Kári skoraði 3 markið okkar í leiknum og dagsskráin var búin þann daginn. Ekki skemmdi svo fyrir að PYRY SOIRI skoraði jöfnunarmark Finna undir lok leiks í Króatíu.

Bergsveinn Ólafsson, FH

Innlent: Það er ekki hægt að líta framhjá árangri karlalandsliðins. Það var gjörsamlega tryllt móment þegar þeir tryggðu sér inn á HM með sigrinum á Kosovó á Laugardalsvellinum. Það var sérstaklega sætt þar sem margir voru búnir að afskrifa Ísland á HM eftir tapið á móti Finnum.

Erlent: Þegar Real Madrid skrifuðu í sögubækurnar með því að vera fyrsta liðið til að vinna meistaradeildina tvö ár í röð.
Víst ég er byrjaður að tala um meistaradeildina þá verð ég líka að nefna markið hans Sergio Roberto á loka mínútunum sem tryggði Barcelona áfram á móti PSG eftir að hafa tapað útileiknum 4-0. Þó ég sé harður stuðningsmaður Real Madrid þá fékk ég feita gæsahúð þegar hann skoraði. Rosalegt atvik!

Sjá einnig:
Karakter ársins 2017
Sigurvegari ársins 2017
Mark ársins 2017
Athugasemdir
banner
banner
banner