Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. desember 2017 18:24
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England: Jafnt í síðasta leik ársins
Sanchez fagnar marki sínu í dag
Sanchez fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
West Brom 1 - 1 Arsenal
0-1 Alexis Sanchez ('83 )
1-1 Jay Rodriguez ('89 , víti)

Síðasti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni var nú rétt í þessu að klárast.

Arsenal heimsótti þá WBA í tímamótaleik en þetta var 811. leikur sem Arsene Wenger stýrði Arsenal og er það met.

Arsenal var töluvert meira með boltann í leiknum en þrátt fyrir það var nokkurt jafnræði með liðunum.

Það dró ekki til tíðinda fyrr en á 83. mínútu. Þá skoraði Alexis Sanchez úr aukaspyrnu og virtist hann vera tryggja Arsenal sigurinn í dag.

Svo reyndist hins vegar ekki vera því WBA fékk vítaspyrnu fimm mínútum síðar og Jay Rodriguez skoraði úr henni. Lokatölur 1-1 jafntefli í síðasta leik ársins.
Athugasemdir
banner
banner
banner