sun 31. desember 2017 16:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gabriel Jesus frá í tvo mánuði
Jesus og Bruyne meiddust báðir í leiknum í dag
Jesus og Bruyne meiddust báðir í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus, framherji Manchester City verður líklega frá í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leiknum gegn Crystal Palace fyrr í dag.

Brasilíumaðurinn þurfti að fara útaf vegna meiðslanna um miðbik fyrri hálfleiks og staðfesti Pep Guardiola, stjóri Manchester City að hann yrði frá í einhvern tíma.

Þá er einnig áhyggjuefni yfir Kevin De Bruyne sem var borinn útaf velli í uppbótartíma eftir ljóta tæklingu Jason Puncheon.

De Bruyne hefur verið einhver besti leikmaður Man City á þessu tímabili og yrði það áfall fyrir toppliðið að missa hann í erfð meiðsli.

Ekki er komin tímasetning á Belgann og er því óvíst hvort hann verði með þann 2. jan gegn Watford en Jesus snýr ekki aftur fyrr en í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner