Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. desember 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Wenger orðinn leikjahæsti stjóri sögunnar
Wenger komst fram úr Ferguson í dag
Wenger komst fram úr Ferguson í dag
Mynd: Getty Images
Þann 12. október árið 1996 stýrði lítt þekktur Frakki sínum fyrsta leik hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi Frakki heitir Arsene Wenger og 7750 dögum síðar er hann enn við stjórnvölinn hjá Arsenal.

Er Arsenal mætti WBA í síðasta leik ársins í dag var það í 811. skipti sem Wenger stýrði liði sínu og komst hann þar með fram úr Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United.

Leikurinn í dag fór fram á Hawthorns, heimavelli WBA, en þar fór einmitt síðasti leikur Ferguson einnig fram.

Wenger og Ferguson þurftu að kljást ansi oft, og voru viðureignir þeirra oft á tíðum hatrammar, og þá sérstaklega í upphafi þessarar aldar þegar Arsenal og Manchester United skiptust á að vinna ensku úrvalsdeildina.

Ferguson er með betra sigurhlutfall heldur en Wenger, 65,2% gegn 57,8% hjá Wenger og þá skoraði Manchester United lið Ferguson fleiri mörk heldur en Arsenal lið Wenger, 1627 mörk hjá Ferguson á móti 1524 mörkum hjá Wenger.

En Wenger er nú kominn með fleiri leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner