Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. desember 2019 12:57
Brynjar Ingi Erluson
Böddi Löpp kominn með nýjan þjálfara hjá Jagiellonia
Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson er kominn með nýjan þjálfara hjá Jagiellonia Bialyistok í Póllandi en sá heitir Ivaylo Petev.

Ireneusz Mamrot var látinn taka poka sinn hjá Jagiellonia á dögunum og tók búlgarski þjálfarinn Petev við liðinu.

Jagiellonia er í 9. sæti pólsku deildarinnar með 29 stig eftir 20 leiki en Böðvar hefur spilað sjö leiki á tímabilinu.

Hann hefur verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum en það verður áhugavert að sjá hvort hann fái tækifæri undir stjórn Petev.

Það vakti athygli að Böðvar var ekki í íslenska landsliðshópnum sem fer til Los Angeles í janúar en Jagiellonia kom í veg fyrir að hann gæti spilað með landsliðinu.

„Óskar hefur ekki verið mikið á radarnum hjá mér en Erik veit töluvert um hann. Þegar það kom upp að við gætum ekki fengið Böðvar Böðvarsson í verkefnið þá kom upp sú staða að við vildum fá inn annan vinstri bakvörð. Erik (Hamren) hefur séð töluvert af Óskari og vildi skoða hann nánar í þessu verkefni," segir Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Athugasemdir
banner