Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 31. desember 2019 13:28
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta gaf ekki kost á sér í landsliðið
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, gaf ekki kost á sér í landsliðið sem spilar vináttuleiki við Kanada og El Salvador í Los Angeles í janúar.

Guðmundur spilaði afar vel með Norrköping í sænsku deildinni á tímabilinu sem var að klárast en hann er sagður á leið til Levski Sofia í Búlgaríu.

Það kom á óvart að hann hafi ekki verið í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnti í gær en hann gaf ekki kost á sér. Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur í Dr. Football, greinir frá þessu á Twitter.

Ástæðan ku vera að Guðmundur er að einbeita sér að því að klára sín mál og finna sér nýtt félag.

Hann spilaði 28 leiki í sænsku deildinni á síðustu leiktíð og lagði upp fjögur mörk er Norrköping hafnaði í 5. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner