Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. desember 2019 22:30
Aksentije Milisic
Heiðar Helguson valinn í lið áratugarins hjá QPR
Heiðar og Barton fagna.
Heiðar og Barton fagna.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn QPR á Englandi völdu lið áratugarins og þar má finna Heiðar Helguson í framlínunni með Charlie Austin.

Heiðar spilaði með QPR frá árinu 2008-2012 og skoraði hann 27 mörk í 75 leikjum fyrir liðið. Heiðar var útnefndur íþróttamaður ársins fyrir árið 2011 en þá lék hann einmitt með QPR.

Heiðar var og er enn í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum QPR en hann kom til liðsins fyrst á láni frá Bolton áður en QPR fékk hann endanlega til liðsins. Þá hjálpaði hann QPR að komast upp í ensku úrvalsdeildina og spilaði hann þar með liðinu. Heiðar lagði skónna á hilluna árið 2013 en hann gerði 12 mörk í 55 leikjum fyrir Íslenska landsliðið.

Lið áratugarins hjá stuðningsmönnum QPR má sjá hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

🙌 Your #QPRXI of the Decade is in! . #QPR

A post shared by officialqpr (@officialqpr) on


Athugasemdir
banner
banner
banner