Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. desember 2019 15:34
Brynjar Ingi Erluson
Hodgson: Zaha er ekki til sölu
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace á Englandi, segir að Wilfried Zaha sé ekki til sölu í janúar.

Zaha var nálægt því að yfirgefa Crystal Palace síðasta sumar en Arsenal og Everton voru meðal þeirra liða sem höfðu áhuga á honum.

Félögin voru þó ekki tilbúin að borga uppsett verð og á endanum ákvað Arsenal að kaupa Nicolas Pepe á meðan Everton fékk Alex Iwobi frá Arsenal.

Hodgson segir að Zaha sé ekki til sölu í janúar.

„Wilf er ekki til sölu. Við erum ekki að reyna að selja hann og viljum halda honum hér," sagði Hodgson.

„Ég er með það staðfest að enginn innan félagsins vill selja Zaha. Maður veit hins vegar aldrei hvaðan tilboðin koma og ef það kemur risatilboð þá þarf félagið auðvitað að skoða það en við erum ekki að leitast eftir því að selja hann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner