þri 31. desember 2019 16:14
Brynjar Ingi Erluson
Laporte byrjaður að æfa - Snýr aftur í janúar
Aymeric Laporte er byrjaður að æfa
Aymeric Laporte er byrjaður að æfa
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Aymeric Laporte er byrjaður að æfa aftur eftir erfið meiðsli en Pep Guardiola, stjóri liðsins, staðfesti þetta í dag.

Laporte, sem var mikilvægur hlekkur í vörninni er City vann deildina á síðasta tímabili, meiddist illa á hné í byrjun ágúst og hefur verið frá síðan.

Það var upphaflega búist við því að hann myndi snúa aftur í febrúar en hann er nú byrjaður að æfa.

Hann er byrjaður að æfa á grasvellinum á æfingasvæði City og því stutt í endurkomu.

„Laporte er að ná sér. Hann er að æfa einn en hann er þó að æfa á vellinum og það er svona síðasti parturinn af endurhæfingunni," sagði Guardiola.

„Hann getur byrjað að æfa með liðinu eftir viku til tíu daga," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner