þri 31. desember 2019 20:41
Aksentije Milisic
Noble segir að Moyes sé rétti maðurinn fyrir West Ham
Mynd: Getty Images
Mark Noble, fyrirliði West Ham, hefur skrifað opið bréf til stuðningsmanna liðsins. Þar segir hann að David Moyes, nýráðinn stjóri West Ham, sé rétti maðurinn fyrir liðið og biður stuðningsmennina um að styðja við bakið á Moyes.

Noble segir í bréfi sínu að Moyes sé í miklum metum hjá leikmönnum liðsins sem voru undir hans stjórn þegar Moyes var síðast hjá West Ham. Þá segir hann einnig að leikmennirnir beri mikla virðingu fyrir honum.

„Við erum að fara í gegnum erfiða tíma og klúbburinn tók ákvörðun um að ráða nýjan þjálfara. Ég veit að stuðningsmennirnir eru ekki sáttir með ástandi en ég vil biðja þá um styðja við bakið á Moyes, hann er rétti maðurinn í starfi," sagði Noble.

„Moyes þekkir klúbbinn og þekkir marga leikmenn hérna. Menn bera virðingu fyrir honum og öllum líkaði vel við hann þegar hann var síðast hjá okkur."

David Moyes stjórnaði West Ham frá nóvember 2017 til maí 2018 þar sem honum tókst að halda liðinu uppi. Hann vann 9 leiki, gerði 10 jafntefli og tapaði 12. West Ham mætir Bournemouth á morgun í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner