Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. desember 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Pioli: Zlatan er stríðsmaður
Mynd: Getty Images
Stefano Pilo, þjálfari AC Milan á Ítalíu, er hæstánægður með að félagið náði að landa Zlatan Ibrahimovic á frjálsri sölu en hann segir að sænski framherjinn sé stríðsmaður sem mun bæta liðið.

Zlatan er í miklum metum hjá Milan en hann vann deildina með liðinu tímabilið 2010-2011.

Hann gerði samning við Milan út þetta tímabil og snýr því aftur á San Siro í seinni hluta deildarinnar en Piolo er spenntur fyrir hvað Zlatan hefur upp á að bjóða.

„Zlatan er stríðsmaður, leiðtogi og með mikinn karakter. Hann tekur á sig mikla ábyrgð og vill alltaf vinna," sagði Pioli.

„Hann mun klárlega hafa áhrif á allt liðið og framlag hans verður mjög mikilvægt fyrir okkur. Það að við erum með yngsta lið deildarinnar hefur svolítið vegið á móti okkur til að komast í gang," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner