Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. desember 2019 19:34
Aksentije Milisic
Pogba ferðaðist ekki með til London
Mynd: Getty Images
Staðarblaðið í Manchester, Manchester Evening News, greinir frá því í dag að Paul Pogba, leikmaður liðsins, hafi ekki ferðast með liðinu til London fyrir leikinn gegn Arsenal annað kvöld.

Pogba spilaði ekki gegn Burnley á laugardaginn síðasta vegna þess að Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, fannst ekki rétt að leikmaðurinn myndi spila aftur einungis 48 klukkustundum eftir leikinn gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Pogba spilaði seinni hálfleikinn í 4-1 sigri á Newcastle en Solskjær gerði ráð fyrir að Pogba yrði með gegn Arsenal á morgun.

En ljóst er að Pogba var ekki með hópnum sem ferðaðist til London en hann var síðast í byrjunarliðinu þann 30. september þegar United og Arsenal mættust á Old Trafford. Hann var mættur á æfingasvæði Man Utd í gær en æfði hins vegar ekki.

Hópurinn hjá Man.Utd:

Markverðir: David de Gea, Sergio Romero, Lee Grant,

Varnarmenn: Aaron Wan-Bissaka, Harry Maguire, Victor Lindelof, Phil Jones, Brandon Williams, Ashley Young, Luke Shaw,

Miðjumenn: Nemanja Matic, Fred, Andreas Pereira, Jesse Lingard, Juan Mata,

Sóknarmenn: Marcus Rashford, Anthony Martial, Mason Greenwood, Tahith Chong, Angel Gomes, Daniel James.
Athugasemdir
banner
banner
banner