Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. desember 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Geir íþróttamaður ársins hjá Víkingi R.
Sölvi Geir Ottesen með bikarinn í sumar
Sölvi Geir Ottesen með bikarinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings R, er íþróttamaður ársins hjá félaginu en hófið fór fram í gær.

Sölvi var alger lykilmaður í vörn Víkings sem varð bikarmeistari í sumar í fyrsta sinn í 48 ár. Hann náði þá einnig þeim áfanga að spila 100. leik sinn fyrir félagið.

Sölvi spilaði 24 leiki í deild- og bikar í sumar og skoraði 3 mörk en hann var að spila annað tímabil sitt eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku.

Sölvi á vel skreyttan feril en hann var á sínum tíma sænskur deildar- og bikarmeistari auk þess sem hann vann dönsku deildina og bikarinn í tvígang og kínverska bikarinn einu sinni.

Halldór Smári Sigurðsson, varafyrirliði Víkings, tók við verðlaununum fyrir hönd Sölva þar sem hann var fjarverandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner