Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. desember 2019 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Viðræður Chelsea við Abraham ganga illa
Tammy Abraham vill jafn mikið og Callum Hudson-Odoi
Tammy Abraham vill jafn mikið og Callum Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Samningaviðræður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea við enska framherjann Tammy Abraham ganga afar illa samkvæmt ensku miðlunum en hann vill fá 180 þúsund pund í vikulaun.

Abraham er 22 ára gamall og uppalinn hjá Chelsea en hann hefur skorað 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og hefur verið aðalmaður Chelsea á leiktíðinni.

Samningur hans við félagið rennur út árið 2022 en hann hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Viðræðurnar ganga afar illa samkvæmt ensku miðlunum en hann vill 180 þúsund pund í vikulaun, eitthvað sem Chelsea er ekki tilbúið að bjóða honum.

Chelsea framlengdi samning Callum Hudson-Odoi þegar Frank Lampard tók við liðinu en hann þénar nú 180 þúsund pund og vill Abraham fá sömu laun.

Félagið hefur þegar framlengt samninga við leikmenn á borð við Mason Mount, Ruben Loftus-Cheek, Fikayo Tomori, Billy Gilmour og Jamie Cumming.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner