Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. desember 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Xavi: Pep mun setja alla einbeitingu á Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Xavi, fyrrum leikmaður Barcelona á Spáni, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eigi eftir að einbeita sér að Meistaradeild Evrópu frekar en ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola og hans menn í City eru 14 stigum á eftir toppliði Liverpool og mun reynast City erfitt að ná Liverpool sem hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni.

City er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en City mun leggja allt púður í að vinna keppnina.

Guardiola þjálfaði Xavi hjá Barcelona en þessi fyrrum lærisveinn hans telur að Meistaradeildin sé aðalmarkmiðið á tímabilinu.

„Pep er fæddur sigurvegari. Það særir hann gríðarlega að City sé svona langt á eftir Liverpool í deildinni en hann mun ekki gefast upp," sagði Xavi.

„Hann er samt mjög raunsær. Það er stórt bil á milli þeirra og það lítur ekki út fyrir að hann vinni þriðja deildartitilinn í röð og með það í huga þá er stór möguleiki á því að hann mun setja alla einbeitingu á Meistaradeildina

„Það koma tveir stórir leikir gegn Real Madrid og það er tækifæri á að hvíla leikmenn fyrir þessa leiki, sem þeir gætu annars ekki gert ef þeir væru í titilbaráttunni. Pep vill vinna allt sem er í boði en ef þú myndir spyrja hann í byrjun tímabils hvorn titilinn hann væri til í að vinna þá myndi hann velja Meistaradeildina,"
sagði Xavi í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner