Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 31. desember 2020 11:20
Aksentije Milisic
ALK búið að kaupa Burnley - Eignast 84% hlut í félaginu
Mynd: Getty Images
ALK Capital eru orðnir nýjir eigendur Burnley en þetta var staðfest seint í gær.

Komandi stjórnarformaður, Alan Pace, ætlar að ræða við Sean Dyche í dag og ætla þeir að skoða hvaða möguleikar eru í félagsskiptaglugganum í næsta mánuði.

Sportsmail greinir frá því að ALK hafi eignast 84% hlut í félaginu og það hafi kostað þá 170 milljónir punda.

Pace, sem er 53 ára, var framkvæmdarstjóri hjá Citi banka og framkvæmdarstjóri Real Salt Lake þegar það vann MLS bikarinn árið 2009.

„Í dag hefst nýr kafli í sögu Burnley. Við ætlum að byggja á þessu glæsilega starfi sem Mike Garlick, Sean Dyche og allir hjá Burnley hafa unnið til að gera það fjárhagslega stöðugt," sagði Pace.

„Með ríka arfleið, frábæra akademíu og ástríðafulla stuðningsmenn, hefur þessi klúbbur traustan grunn að byggja á."
Athugasemdir
banner
banner