Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. desember 2020 15:21
Aksentije Milisic
Cavani ákvað að áfrýja ekki banninu
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani, leikmaður Manchester United, var dæmdur í þriggja leikja bann í dag af enska knattspyrnusambandinu.

Cavani sjálfur segir að hann hafi einungis verið að tala við félaga sinn og að ummælin voru alls ekki meint á níðrandi hátt.

Hann hafi samt ákveðið að áfrýja ekki dómnum og sýna merki um virðingu og samstöðu fyrir herferðina sem knattspyrnan stendur í, sem er barátta gegn kynþáttafordómum.

Cavani hefur verið að spila vel að undanförnu en hann skoraði tvennu í sigri gegn Southampton í deildinni og skaut United áfram í deildabikarnum gegn Everton.

Bannið hefst strax og hann verður því ekki með United gegn Aston Villa á Old Trafford á morgun.
Athugasemdir
banner
banner