fim 31. desember 2020 08:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum knattspyrnumaður er íþróttamaður ársins í Grindavík
Matthías í leik með Grindavík
Matthías í leik með Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Örn Friðriksson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins í Grindavík.

Knattspyrnuunnendur muna eftir Matthíasi inn á knattspyrnuvellinum með bæði Grindavík og Þór en að undanförnu hefur hann einbeitt sér að pílukasti.

Matthías lék síðast með GG í fyrra í 4. deildinni.

„Matthías Örn Friðriksson hefur haldið uppteknum hætti frá því hann kom inn í pílukastíþróttina með miklum krafti árið 2019. Hann er orðin besti pílukastarinn á landinu og vann íslandsmeistaratitilinn í 501 árið 2020. Matthías Örn hefur alltaf verið mikil fyrirmynd innan sem utan vallar, m.a. þegar hann spilaði knattspyrnu í efstu deild með Grindavík og er engin breyting á því í pílukastinu. Hann sýnir með góðu fordæmi hvernig á að ná árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Hann er góður fulltrúi íþróttarinnar á Íslandi bæði sem keppnismaður og ekki síður sem frumkvöðull í útsendingum á netinu sem og stjórnarmaður í bæði Íslenska Pílukastsambandi Íslands sem og Pílufélagi Grindavíkur," segir í frétt á grindavik.is
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner