Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. desember 2020 12:20
Aksentije Milisic
Fyrrum leikmaður Liverpool fannst Diouf nota sig
Otsemobor
Otsemobor
Mynd: Getty Images
Jon Otsemobor, fyrrum varnarmaður Liverpool, hefur sagt frá því hvernig hans fyrrum samherji, El-Hadji Diouf, kom og ætlaði að halda veislu heima hjá honum um miðja nótt.

Diouf kom til Liverpool árið 2002 en hann hafði spilað frábærlega fyrir Senegal á Heimsmeistaramótinu þetta sumar.

Hann fann sig hins vegar ekki hjá Liverpool þar sem hann skoraði sex mörk í 80 leikjum áður en hann var seldur til Bolton.

Otsemobor var ungur hægri bakvörður hjá Liverpool á þessum tíma þegar Diouf kom. Otsemobor segir frá því hvernig honum fannst Diouf nota sig á þessum tíma.

Hann segir að Diouf hafi hringt dyrabjöllunni klukkan 2 um nóttina þar sem hann var með 10 manns með sér og ætlaði að labba inn og halda veislu. Æfing var hjá leikmönnunum morguninn eftir.

„Ég var bara ungur strákur og ég varð fyrir vonbrigðum að hann tók vináttu okkar og notaði hana. Mér leið eins og að hann gæti ekki notað mig svona eins og hann gerði, ég var vinur hans," sagði Otsemobor.

„Ef hann þurfti stað til að vera á, ekkert mál. En ég var ekki að fara halda veislu fyrir fólk sem var að koma til landsins um helgar."

Þrátt fyrir þetta segir Otsemobor að Diouf hafi verið misskilinn. Nokkrir af leikmönnunum líkaði illa við hann en Otsemobor hafi ekki verið einn af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner