fim 31. desember 2020 20:30
Victor Pálsson
Giaretta: Fernandes myndi gera vel hjá Real, Barca og Juve
Mynd: Getty Images
Cristiano Giaretta, yfirmaður knattspyrnumála Watford, hefur bullandi trú á miðjumanninum Bruno Fernandes sem leikur með Manchester United.

Fernandes hefur spilað glimrandi vel á Old Trafford síðan hann kom frá Sporting Lisbon í byrjun árs. Portúgalinn hefur gert 26 mörk í 45 leikjum til þessa.

Fernandes fékk sinn fyrsta atvinnumanna samning hjá Novara árið 2012 og það var Giaretta sem tók þá ákvörðun á þeim tíma.

Samkvæmt Giaretta geta mörg af stærstu liðum heims notið krafta Bruno en telur að hann sé í góðum höndum í Manchester.

„Það er góð spurning. Það er nánast gefið að hann myndi standa sig vel hjá Real Madrid, Juventus eða Barcelona,"
sagði Giaretta um hvar Fernandes gæti spilað næst.

„Sannleikurinn er að hann gæti farið hvert sem er en að mínu mati er hann nú þegar á toppnum."

„Ég trúi því að Manchester United og að enska úrvalsdeildin sé hátindur ferilsins."
Athugasemdir
banner
banner