Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. desember 2020 13:20
Aksentije Milisic
Khedira vill komast í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Sami Khedira, leikmaður Juventus, vill spila í ensku úrvalsdeildinni en hann er ekki í myndinni hjá Juventus.

Þessi 33 ára gamli leikmaður spilað síðast fyrir Juventus í júní mánuði og hefur Andrea Pirlo ekki gefið honum neinn spiltíma undir sinni stjórn.

Juventus er að reyna losna við Khedira og hann segir sjálfur að honum langar að prófa að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur hans rennur út næsta sumar en Juventus vill losna við launakostnað leikmannsins þar sem hann er einungis að æfa með liðinu.

Khedira segir að hann hafi enn margt að færa. Hann hefur unnið deildina með Juventus fimm sinnum síðan hann kom frá Real Madrid árið 2015.

„Ég á enn eftir að spila í ensku úrvalsdeildinni, það væri kremið á kökuna ef ég næ því. Ég hef verið að gera aukaæfingar með þolþjálfaranum svo ég verði klár í deildina," sagði Khedira.
Athugasemdir
banner
banner