Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 31. desember 2020 06:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds eyðir ekki færslunni en fordæmir skítkastið sem Carney fékk yfir sig
Sigri í Championship fagnað í sumar.
Sigri í Championship fagnað í sumar.
Mynd: Getty Images
Karen Carney
Karen Carney
Mynd: Getty Images
Leeds hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir allt skítkast sem Karen Carney hjá Amazon Prime hefur fengið yfir sig í kjölfar færslu Leeds á Twitter.

Carney gaf í skyn að Leeds hefði hagnast á því að hlé var gert á ensku Championship deildinni vegna heimsfaraldursins og það sé stór ástæða þess að Leeds sé komið í úrvalsdeildina eftir sextán ára útlegð.

Carney er fyrrum enskur landsliðsmaður og vann fjölda titla með Birmingham, Arsenal og Chelsea á sínum ferli.

Leeds skaut á Carney fyrir ummæli sín og sagði í færslu Leeds að liðið hefði unnið næstefstu deild með tíu stigum. Carney gaf í skyn að Leeds hefði getað klúðrað málunum á endasprettinum en það hafi ekki gerst þar sem heimsfaraldurinn setti allt á ís í nokkra mánuði.

Leeds var gagnrýnt fyrir þetta og svaraði eigandi Leeds Andrea Radrizzani einni færslunni þar sem félaginu var sagt að skammast sín. Gagnrýni á Carney hefur að einhverju leyti snúist að því að hún sé kona sem er miður.

„Ég tek ábyrgð á þessu tísti. Þetta lítur þannig við mér að þessi athugasemd Carney sé algjörlega ónauðsynleg og vanvirðing gagnvart okkar félagi og sérstaklega því frábæra starfi sem okkar leikmenn og þjálfarar unnu í Championship-deildinni undanfarin tvö ár. Tölfræðin sýnir að liðið var frábært," skrifaði eigandinn.

Leeds sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið sem segir: „Allir hjá félaginu okkar virða Karen mikils fyrir allt það sem hún hefur afrekað í leiknum, auk þess sem hún hefur gert í fjölmiðlum og góðgerðastarfsemi sem hún kemur að." Í yfirlýsingunnni kemur einnig fram að félagið fordæmi allt það skítkast sem Carney hefur fengið yfir sig.




Athugasemdir
banner
banner
banner