Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. desember 2020 14:00
Aksentije Milisic
Lið ársins hjá BBC: Sex frá Liverpool og tveir frá Aston Villa
Mynd: Getty Images
BBC hefur birt lið ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Liðinu er stillt upp í leikkerfinu 4-3-3 þar sem sex leikmenn frá Englandsmeisturum Liverpool fá pláss.

Alisson er í markinu, Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk og Andy Robertson eru í varnarlínunni, fyrirliðinn Jordan Henderson á miðjunni og Sadio Mane er í þriggja manna sóknarlínu.

Athygli vekur að Aston Villa á tvo leikmenn í liðinu. Það eru þeir Tyrone Mings, sem er í hjarta varnarinnar og að sjálfsögðu Jack Grealish sem er á miðjunni.

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, sem var að spila sitt fyrsta ár í ensku úrvalsdeildinni, er í liðinu og þá eru þeir Dominic Calvert-Lewin og Son Heung-Min í sóknarlínunni.

Liðið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner