fim 31. desember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lofar því að Haaland fari til Barca ef Rousaud vinnur kjörið
Mynd: Getty Images
Það eru margir sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Barcelona. Emili Rousaud er einn þeirra.

Aðstoðarmaður Rousaud, josep Maria Minguella, hefur gefið í skyn að þeir Rousaud séu með samkomulag við umboðsmanninn Mino Raiola ef Rousaud nær kjöri. Samkomulagið við Raiola snýst um að Erling Braut Haaland, leikmaður Dortmund, gangi í raðir Barcelona.

„Við þekkjum stöðuna og hvað þarf að gerast. Ef við vinnum þá hringi ég í Mino Raiola daginneftri og við munum komast að samkomulagi. Ég hef þegar rætt við hann um það," sagði Minguella í viðtali sem AS birti.

„Við eru með heimsklassa íþróttaverkefni í gangi sem fær ekki að blómstra núna en Emili Rousaud er með áætlun sem snýr að því að snúa genginu hjá Barcelona við."

Minguella segir þá að Barcelona muni einbeita sér að því að krækja í Kylian Mbappe frá PSG en það verði aðeins flóknara.
Athugasemdir
banner
banner
banner